Real Madrid hefur dregið áhuga sinn á enska varnarmanninum Marc Guehi hjá Crystal Palace til baka. Spænskir miðlar segja að Madrídingum þyki kröfur Guehi of háar.
Guehi er á sínu síðasta samningsári og mun að öllum líkindum yfirgefa Palace á frjálsri sölu næsta sumar.
Guehi er á sínu síðasta samningsári og mun að öllum líkindum yfirgefa Palace á frjálsri sölu næsta sumar.
Englandsmeistarar Liverpool og Þýskalandsmeistarar Bayern München eru nú talin leiða í baráttunni um Guehi.
Liverpool var nálægt því að kaupa Guehi á síðasta gluggadegi, 35 milljóna punda tilboð hafði verið samþykkt þegar Palace hætti skyndilega við þegar félaginu tókst ekki að fá mann til að fylla hans skarð.
Athugasemdir



