Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur verið í stuði að undanförnu en hún skoraði í sigri Leipzig í þýsku deildinni í kvöld.
Hún kom liðinu yfir í 2-0 sigri gegn Jena. Hún skoraði og lagði upp mark í 4-2 sigri gegn Freiburg á mánudaginn og þá skoraði hún fyrir íslenska landsliðið í sigri gegn Norður-Írlandi fyrir rúmri viku síðan.
Hún kom liðinu yfir í 2-0 sigri gegn Jena. Hún skoraði og lagði upp mark í 4-2 sigri gegn Freiburg á mánudaginn og þá skoraði hún fyrir íslenska landsliðið í sigri gegn Norður-Írlandi fyrir rúmri viku síðan.
Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði 79 mínútur þegar Freiburg tapaði 2-1 gegn Hoffenheim. Freiburg er í 7. sæti og Leipzig í 8. sæti en liðin eru jöfn að stigum með 13 stig.
Hildur Antonsdóttir spilaði klukkutíma þegar Madrid CFF vann stórsigur gegn Huelva í fyrstu umferð spænska bikarsins en lokatölur urðu 7-1.
Athugasemdir



