Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 08. nóvember 2022 17:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stolt og sátt með endurkomuna - „Ein besta ráðning sem Þór/KA gat gert"
Árangur liðsins vonbrigði en spennandi tímar framundan hjá félaginu
Lék 90 mínútur í öllum átján deildarleikjunum.
Lék 90 mínútur í öllum átján deildarleikjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einu af átta deildarmörkunum fagnað.
Einu af átta deildarmörkunum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn er mættur aftur við stjórnvölinn hjá Þór/KA.
Jóhann Kristinn er mættur aftur við stjórnvölinn hjá Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttararnir eru búnir að sanna að með rétta teymið í kringum hópinn er allt hægt
Þróttararnir eru búnir að sanna að með rétta teymið í kringum hópinn er allt hægt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held það hafi verið karakter og vilji hjá stelpum sem eru með stórt Þór/KA hjarta sem tóku sig saman í lokin og sögðu að það væri ekki í boði að Þór/KA væri ekki að fara spila í efstu deild.
Ég held það hafi verið karakter og vilji hjá stelpum sem eru með stórt Þór/KA hjarta sem tóku sig saman í lokin og sögðu að það væri ekki í boði að Þór/KA væri ekki að fara spila í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna eru spennandi tímar framundan hjá Þór/KA, ég er með stórt Þór/KA hjarta og ég vil vera hér áfram.
Núna eru spennandi tímar framundan hjá Þór/KA, ég er með stórt Þór/KA hjarta og ég vil vera hér áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held það sé ekki hægt að leyna því að þetta voru mikil vonbrigði og bæði við leikmenn, stjórn og allir í kringum félagið ætluðust til meira af okkur. Maður er svekktur eftir svona tímabil," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, við Fótbolta.net í dag.

Þór/KA endaði í sjöunda sæti Bestu deildarinnar í sumar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti og tólf stigum frá sjötta sætinu. Eftir þrettán umferðir var liðið einungis stigi fyrir ofan fallsæti en náði að taka sjö stig úr næstu þremur leikjum og bjargaði sér með því frá falli.

Ekki í boði fyrir Þór/KA að falla
„Þetta var mjög erfitt, þetta var annað en ég bjóst við fyrir tímabil. Ég var búin að undirbúa mig undir hlutverk þar sem ég væri í því að gefa af mér, leiðbeina og svona en þetta tók einhvern veginn öðruvísi á andlega og það komu á tímabili punktar þar sem reyndi rosalega mikið á, sérstaklega í lokin þegar maður var orðinn hræddur við neðstu sætin."

„Ég held það hafi verið karakter og vilji hjá stelpum sem eru með stórt Þór/KA hjarta sem tóku sig saman í lokin og sögðu að það væri ekki í boði að Þór/KA væri ekki að fara spila í efstu deild. Við náðum að gera extra góða stemningu, náðum að þjappa liðinu vel saman og gerðum hluti sem við vorum ekki að gera fyrri hluta tímabilsins."


Sátt en vill gera betur
Sandra var að snúa til baka eftir eitt og hálft ár frá fótbolta. Hún byrjaði alla 18 leikina í deildinni og spilaði 90 mínútur í öllum leikjunum. Henni var einu sinni skipt af velli, það var í uppbótartíma í 1. umferð deildarinnar. Hvernig leið henni inn á vellinum?

„Mér leið mjög vel, spilaði ekki marga leiki fyrir mót, náði að spila 3-4 og ekki hægt að ætlast til að maður sé í sama formi og aðrir sem æfðu allt undirbúningstímabilið. Ég er sátt þegar ég lít heilt yfir tímabilið, að sjálfsögðu geri ég kröfur á sjálfa mig og ég vil gera ennþá betur. Ég náði allavega að hjálpa liðinu og er sátt með mörkin sem ég setti inn, var ekki langt frá markahæstu leikmönnunum. Það eru hlutir sem ég er ánægð með en að sama skapi eru hlutir sem ég vil bæta og það er klárlega markmiðið fyrir næsta sumar."

Vill berjast um að vera markahæst næsta sumar
Sandra skoraði átta mörk í deildinni og eitt í bikarnum. Jasmín Erla Ingadóttir endaði markahæst með ellefu mörk og næstu á eftir henni skoruðu níu mörk.

„Ég viðurkenni alveg að ég horfi í markafjöldann, sem sóknarmanni langar mann alltaf að enda í topp þremur og er búin að vera markahæst, fengið silfurskó og bronsskó áður. Komandi heim eftir að hafa spilað úti í atvinnumennsku þá horfir maður á það aftur. Vonandi getur maður barist um það næsta sumar."

Stolt af endurkomunni
Sandra eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina Ellu, í september á síðasta ári. Hvernig var endurkomuferlið eftir barnsburð?

„Ég var ótrúlega heppin varðandi meðgönguna og allt í kringum fæðinguna gekk rosalega vel. Ég náði að byrja æfa fljótlega eftir að ég átti í góðu samráði við Elmu styrkarþjálfara. Ég var ótrúlega dugleg að hreyfa mig á meðan ég var ólétt, var ennþá hlaupandi þegar það voru komnir sjö mánuðir þannig ég var fljót að koma mér inn á völlinn aftur. Eðlilega tekur tíma að koma sér í form, ná sprengikraft og einhverjum þáttum. Maður verður að vera stoltur af þessu, þetta er stórt ferli sem líkaminn fer í gegnum og heilt yfir er ég nokkuð sátt."

„Það er mikilvægt fyri mig núna að vinna enn meira í líkamlega þættinum, halda áfram að bæta formið, bæta hraðann, ná upp þessum líkamlega krafti sem ég var með áður en ég átti. Einn af mínum styrkleikum er líkamlega þátturinn og ég er að vinna í því og mun halda því áfram fram að næsta tímabili. Á sama tíma vinn ég í fótboltahlutanum, tímasetja hlaup, vinna skallaeinvígi og slíkt."

„Ég er sátt með að hafa náð að skora níu mörk, þannig það er ekki allt farið, maður er að gera eitthvað vel, en það er hægt að gera ennþá betur. Ég þarf að vera dugleg áfram og hef fulla trú á því að Jói og teymið muni hjálpa mér við það."


Sandra lék með Bayer Leverkusen tímabilið 2018/19, 19/20 og fyrri hlutann af tímabilinu 20/21. Var eitthvað sem kom á óvart við að stíga aftur á völlinn á Íslandi?

„Nei, ekki nema það að mér fannst ég vera orðin svolítið gömul," sagði Sandra og hló. Hún er nú ekki nema 27 ára. Hún var sú næst elsta í liði Þór/KA í sumar, einungis Tiffany Mc Carty er eldri.

„Eðlilega er ennþá smá munur á deildinni hér og í Þýskalandi. Þar eru leikmenn á öðrum stað á sínum ferli, komnir lengra. Ég verð að viðurkenna að það var mjög mikið af ungum leikmönnum og liðum sem heilluðu mig í sumar. Ég held að næsta tímabil verði ennþá betra og það sé alltaf uppgangur og bætingar á deildinni og hjá mörgum leikmönnum."

„Ég held að ungu leikmennirnir í dag séu betri en ungu leikmennirnir þegar ég var að byrja í meistaraflokki."
Sandra nefndi sérstaklega lið Þróttar sem kom henni á óvart. „Maður horfir á pappírana og það er ekki mikið af nöfnum sem maður þekkir eða eru í einhverjum landsliðum eða slíkt. Þær eru ógeðslega góðar í fótbolta. Þróttararnir eru búnir að sanna að með rétta teymið í kringum hópinn er allt hægt."

Hæstánægð með nýja gamla þjálfarann
Jóhann Kristinn Gunnarsson tók við sem þjálfari liðsins í haust eftir að Jón Stefán Jónsson og Perry Mclachlan voru látnir fara. Jóhann hefur áður stýrt Þór/KA og gerði liðið að Íslandmeisturum árið 2012. Þá var Sandra orðin hluti af liði Þór/KA.

„Ég held að þetta hafi verið ein besta ráðning sem Þór/KA gat gert eftir að hafa rekið Jón og Perry. Jói býr yfir mikilli reynslu, nær mjög vel til leikmanna og ég held að hans hæfileikar henti hópnum mjög vel. Hópurinn er ungur, er að fá mikið af skilaboðum, mikið af litlum punktum. Jói er týpan sem er að fara gera það vel og er nú þegar búinn að gera það á æfingum."

Það er reynsla fréttamanns að Jói sé skemmtilegur viðmælandi og komist skemmtilega að orði. Ná leikmenn alltaf að skilja hann?

„Hann er fyndinn á réttum tímum og alvarlegur á réttum tímum. Moli verður líka í kringum þetta, ég held að þeir muni fúnkera mjög vel saman."

Sagði sína skoðun við stjórnina
Sandra skrifaði undir tveggja ára samning við Þór/KA þegar hún gekk í raðir félagsins síðasta vetur. Var hún alltaf með hugann við það að taka annað tímabil með Þór/KA?

„Ég skrifaði undir tveggja ára samning, átti ekki möguleika á því að rifta samningnum en heyrði af áhuga frá öðrum liðum samt sem áður. Það var alveg spurning, ég er leikmaður og ég vil taka þetta 100%. Ég er annað hvort all-in eða ég vil ekki taka þátt. Ég vildi gera þetta almennilega, settist niður með stjórninni og sagði mína skoðun. Þau voru rosalega jákvæð og eru að gera góða hluti. Núna eru spennandi tímar framundan hjá Þór/KA, ég er með stórt Þór/KA hjarta og ég vil vera hér áfram."

„Að gera þetta almennilega er að setja meiri kröfur á allt, bæði á æfingar, okkur sem leikmenn, úrslit leikja og á stjórnina. Við viljum setja allt á næsta level,"
sagði Sandra.

Sandra er á leið á landsliðsæfingar og er í lok viðtalsins spurð út í landsliðið og hvort hún ætli sér aftur erlendis á sínum fótboltaferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner