Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   fös 08. nóvember 2024 23:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Sláin bjargaði Empoli í tvígang
Lecce var nálægt því að vinna sinn þriðja leik
Lecce var nálægt því að vinna sinn þriðja leik
Mynd: EPA

Lecce 1 - 1 Empoli
0-1 Pietro Pellegri ('33 )
1-1 Santiago Pierotti ('77 )


Lecce og Empoli áttust við í ítölsku deildinni í kvöld. Lecce leitaði að þriðja sigrinum í deildinni en Empoli af sínum fjórða.

Pietro Pellegri kom Empoli yfir með hnitmiðuðu skoti. Lecce fékk tækifæri til að jafna metin í uppbótatíma fyrri hálfleiks en Kialonda Gaspar átti skalla framhjá.

Santiago Piereotti jafnaði metin þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Lecce fékk tækifæri til að ná í stigin þrjú en boltinn fór tvívegis í slána undir lok leiksins.

Þórir Jóhann Helgason var áfram utan hóps hjá Lecce en hann hefur ekki verið í hópnum í deildinni síðan í 2. umferð.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner