Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 08. nóvember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Toppliðið mætir meisturunum
Antonio Conte snýr aftur til Mílanó
Antonio Conte snýr aftur til Mílanó
Mynd: EPA
Um helgina fer fram 12. umferð í Seríu A á Ítalíu.

Örlög Paulo Fonseca, þjálfara Milan, gætu ráðist um helgina er liðið heimsækir Milan. Stjórn ítalska félagsins er alvarlega að íhuga að láta hann poka sinn, en tapast leikurinn gegn Cagliari gæti farið svo að honum verði sparkað. Sigur liðsins gegn Real Madrid í vikunni var kærkominn en líklega ekki nóg ef liðið fer ekki að bæta árangur sinn í deildinni.

Juventus mætir Torino í borgarslag í Tórínó og þá spila Íslendingarnir í Venezia við Parma.

Á sunnudag mætast Fiorentina og Verona, en Albert Guðmundsson er fjarverandi vegna meiðsla. Roma mætir þá Bologna á meðan Lazio heimsækir Monza.

Klukkan 19:45 er stórleikur helgarinnar. Ítalíumeistarar Inter taka á móti toppliði Napoli. Antonio Conte er þjálfari Napoli, en hann stýrði áður Inter og gerði liðið að meisturum árið 2021.

Napoli er með 25 stig en Inter í öðru sæti með 24 stig.

Föstudagur:
19:45 Lecce - Empoli

Laugardagur:
14:00 Venezia - Parma
17:00 Cagliari - Milan
19:45 Juventus - Torino

Sunnudagur:
11:30 Atalanta - Udinese
14:00 Fiorentina - Verona
14:00 Roma - Bologna
17:00 Monza - Lazio
19:45 Inter - Napoli
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 17 13 1 3 42 19 +23 40
2 Napoli 17 12 2 3 26 12 +14 38
3 Inter 16 11 4 1 42 15 +27 37
4 Lazio 17 11 1 5 32 24 +8 34
5 Fiorentina 16 9 4 3 29 13 +16 31
6 Juventus 17 7 10 0 28 13 +15 31
7 Bologna 16 7 7 2 23 18 +5 28
8 Milan 16 7 5 4 25 16 +9 26
9 Udinese 17 7 2 8 21 26 -5 23
10 Roma 17 5 4 8 23 23 0 19
11 Empoli 17 4 7 6 16 19 -3 19
12 Torino 17 5 4 8 17 22 -5 19
13 Genoa 17 3 7 7 14 26 -12 16
14 Lecce 17 4 4 9 11 29 -18 16
15 Parma 17 3 6 8 23 33 -10 15
16 Como 17 3 6 8 18 30 -12 15
17 Verona 17 5 0 12 21 40 -19 15
18 Cagliari 17 3 5 9 16 28 -12 14
19 Venezia 17 3 4 10 17 30 -13 13
20 Monza 17 1 7 9 15 23 -8 10
Athugasemdir
banner