Hinn tvítugi Willum Þór Willumsson var valinn besti ungi leikmaðurinn í Pepsi-deildinni í sumar en hann átti frábært tímabil með Breiðabliki.
Willum var valinn í janúarverkefni landsliðsins og er nú í Katar.
Willum var valinn í janúarverkefni landsliðsins og er nú í Katar.
„Það er gaman að kynnast strákunum og fólkinu í kring," segir Willum sem vonast auðvitað til að verða landsliðsmaður á næstu árum.
„Vonandi getur maður spilað einhverja landsleiki og það er auðvitað markmiðið. Vonandi fæ ég að spila minn fyrsta leik í þessari ferð."
„Það kom mér skemmtilega á óvart að vera valinn. 2018 var fínt ár og vonandi verður 2019 betra."
Ítalska B-deildarfélagið Spezia hefur gert tilboð í Willum en óvíst er hvar hann spilar á þessu ári.
„Þau mál eru í bið. Þetta ætti að koma í ljós á næstu vikum, hvort það verði Spezia eða eitthvað annað. Ég veit það ekki. Það er einhver áhugi."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir