Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. janúar 2021 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær hrósar Diallo en kallar jafnframt eftir þolinmæði
Spilar ekki gegn Watford í kvöld
Amad Diallo.
Amad Diallo.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn efnilegi Amad Diallo er mættur til Manchester United frá ítalska félaginu Atalanta.

Manchester United hefur greitt 18,2 milljónir punda fyrir vængmanninn en samtals gæti félagið þurft að greiða 37,2 milljónir punda. Diallo er aðeins átján ára gamall og miklar vonir bundnar við hann.

Diallo hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir aðallið Atalanta en Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, er viss um að leikmaðurinn muni reynast United vel.

„Hann er ungur drengur sem við höfum fylgst með í mörg ár. Við höfum séð hann spila í Evrópukeppni unglingaliða og hann er með sérstaka hæfileika," sagði Solskjær um Diallo.

„Hann er með gott jafnvægi, hann les leikinn mjög vel og miðað við hann er ungur þá virðist hann mjög þroskaður í ákvarðanatökum sínum. Það er mikil eftirvænting fyrir því hjá okkur að sjá hann þróa leik sinn frekar."

Solskjær bendir jafnframt á að það verði að sýna honum þolinmæði þar sem hann er ungur leikmaður sem þurfi núna að venjast og aðlagast nýju landi.

Diallo er örvfættur og spilar oftast á hægri kanti. Solskjær útilokar það ekki að spila honum vinstra megin líka.

Man Utd mætir Watford í FA-bikarnum í kvöld en Diallo mun þar ekki spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Frumraun hans gæti hins vegar komið einhvern tímann á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner