Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 09. mars 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Góð vika fyrir KR-inga - Rúnar Alex í liði vikunnar
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag var greint frá því að Albert Guðmundsson hefði eftir frammistöðu sína gegn Cosenza, þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö, verið valinn leikmaður umferðarinnar í ítölsku B-deildinni.

Hann var ekki eini KR-ingurinn sem gerði góða hluti á erlendri grundu í síðustu umferð því Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Alanyaspor í Tyrklandi, var valinn í lið umferðarinnar í tyrknesku Süper Lig.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn fékk hæstu einkunn af markvörðum deildarinnar af Sofascore og voru miðlar þar í landi sem völdu hann í lið umferðarinnar.

Rúnar varði fjögur skot í 1-0 heimasigri á Istanbul Basaksehir síðasta föstudag. Alanyaspor er í 10. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 23 umferðir. Rúnar, sem er byrjunarliðsmaður í landsliðinu, er á láni hjá tyrkneska félaginu frá Arsenal út tímabilið.

Hér heima fyrir unnu svo KR-ingar 3-1 sigur á ÍA í Lengjubikarnum í gær. Þjálfari liðsins er Rúnar Kristinsson, faðir Rúnars Alex.
Athugasemdir
banner
banner
banner