Ibrahim Sangare, miðjumaður PSV Eindhoven og Fílabeinsstrandarinnar, skoraði glæsimark með bylmingsskoti í hollenska bikarnum fyrir viku síðan.
Sangare skoraði í 3-1 sigri gegn Den Haag og mældist skot hans á 170km hraða.
Það er ótrúlegur hraði og í raun hættulegt fyrir markvörðinn að verja, en það eru ýmsir þættir sem þurfa að smella saman á fullkominn hátt til að boltinn geti ferðast svo hratt.
Skot Sangare er það fimmta hraðasta sem mælst hefur í sögunni, eftir mönnum á borð við Arjen Robben og Ronald Koeman.
Einhverjir halda því fram að magnað aukaspyrnumark Ronny Heberson sé það hraðasta í sögunni - á 210km hraða. Skotið mældist á þeim hraða en það þykir flestum augljóst að mælitækin voru biluð. Eftir nánari athugun á myndbandsupptöku er líklegra að aukaspyrnan hafi ferðast á rúmlega 140km hraða.
1. Arjen Robben - 190km
Sjáðu fastasta mark sögunnar
2. Steven Reid - 189km
3. Ronald Koeman - 188km
4. David Hirst - 183km
5. Ibrahima Sangare - 170km
170 KM/H ???????????? #PSVADO https://t.co/wt8XW7GOKC pic.twitter.com/8QPGPybleT
— PSV (@PSV) March 2, 2023