Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 22:35
Elvar Geir Magnússon
Ótrúlegar senur þegar markvörðurinn skoraði flautumark sem kom liðinu áfram
Augnablik kvöldsins í lokaumferð Meistaradeildarinnar.
Augnablik kvöldsins í lokaumferð Meistaradeildarinnar.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Portúgalska liðið Benfica, undir stjórn Jose Mourinho, náði á hreint ótrúlegan hátt að koma sér áfram í umspil Meistaradeildarinnar.

Liðið vann magnaðan 4-2 sigur á Real Madrid þar sem markvörðurinn Anatoliy Trubin skoraði síðasta mark leiksins og það reyndist gulls ígildi. Með því að vinna með tveggja marka mun komst Benfica áfram á markatölu.

Markið hjá Trubin kom þegar uppgefinn uppbótartími var liðinn.

Norðmaðurinn Andreas Schjelderup skoraði tvívegis fyrir Benfica sem náði 3-1 forystu í leiknum. Kylian Mbappe skoraði bæði mörk Real Madrid sem lék tveimur mönnum færri síðustu mínúturnar er Raul Asencio og Rodrygo sáu báðir sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Á lokasekúndunum vissu Benfica-menn það að markatala gæti skipt sköpum. Mourinho sendi því markvörðinn fram í síðustu sókninni er þeir portúgölsku fengu aukaspyrnu.

Það var því skrifað í skýin að hann myndi skora fjórða mark þeirra sem sendi þá áfram í umspilið. Fredrik Aursnes kom aukaspyrnunni inn á teiginn á Trubin sem stangaði boltanum í netið og 4-2 sigur Benfica staðreynd. Ótrúlegur endir á þessum leik en afar niðurlægjandi fyrir Real Madrid sem þarf að sætta sig við níunda sætið og fer í umspilið.


Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 8 0 0 23 3 +20 24
2 Bayern 8 6 1 1 20 7 +13 19
3 Liverpool 8 6 0 2 17 8 +9 18
4 Tottenham 8 5 2 1 16 7 +9 17
5 Man City 8 5 1 2 15 9 +6 16
6 Real Madrid 8 5 0 3 20 10 +10 15
7 PSG 8 4 2 2 21 11 +10 14
8 Newcastle 8 4 2 2 17 7 +10 14
9 Barcelona 8 4 2 2 19 14 +5 14
10 Atletico Madrid 8 4 2 2 17 14 +3 14
11 Atalanta 8 4 2 2 10 9 +1 14
12 Inter 8 4 1 3 13 7 +6 13
13 Chelsea 8 4 1 3 15 10 +5 13
14 Sporting 8 4 1 3 15 11 +4 13
15 Juventus 8 3 4 1 14 10 +4 13
16 Dortmund 8 3 3 2 19 15 +4 12
17 Leverkusen 8 3 3 2 12 14 -2 12
18 Athletic 8 3 2 3 9 12 -3 11
19 Napoli 8 3 2 3 9 13 -4 11
20 Galatasaray 8 3 1 4 9 11 -2 10
21 Club Brugge 8 3 1 4 14 17 -3 10
22 Qarabag 8 3 1 4 13 18 -5 10
23 Mónakó 8 2 4 2 8 14 -6 10
24 PSV 8 2 3 3 15 14 +1 9
25 Marseille 8 3 0 5 11 13 -2 9
26 Benfica 8 3 0 5 8 11 -3 9
27 Olympiakos 8 2 3 3 8 13 -5 9
28 FCK 8 2 3 3 12 18 -6 9
29 Bodö/Glimt 8 1 4 3 13 15 -2 7
30 Pafos FC 8 1 4 3 5 11 -6 7
31 St. Gilloise 8 2 1 5 7 17 -10 7
32 Ajax 8 2 1 5 7 19 -12 7
33 Frankfurt 8 1 1 6 10 20 -10 4
34 Slavia Prag 8 0 4 4 5 16 -11 4
35 Villarreal 8 0 1 7 5 17 -12 1
36 Kairat 8 0 1 7 6 22 -16 1
Athugasemdir
banner
banner