Maður er enn að jafna sig eftir þetta rosalega Meistaradeildarkvöld í gær. Hér er slúðurpakki dagsins en BBC tók saman allt það helsta sem er í umræðunni en glugganum verður lokað á mánudagskvöld.
Juventus leggur aukinn kraft í að reyna að fá franska sóknarmanninn Randal Kolo Muani (27) sem er hjá Tottenham á láni frá Paris Saint-Germain. Tottenham gæti skoðað það að fá Jean-Philippe Mateta (28) frá Crystal Palace ef hann fer. (Mail)
Hollenski framherjinn Joshua Zirkzee (24) er einnig möguleiki yfrir Juventus. Manchester United er nú opið fyrir því að lána hann í burtu. (Gazzetta dello Sport)
Manchester United fundar um hvað eigi að gera varðandi Harry Maguire (32) sem verður samningslaus eftir tímabilið. Ítölsk og tyrknesk félög hafa verið í sambandi við umboðsmann hans. (Athletic)
Ousmane Dembele (28), framherji Frakklands og Paris Saint-Germain, er orðaður við Sádi-Arabíu. (Sky Sports)
PSG hefur hafið viðræður um að framlengja samning stjórans Luis Enrique. Núverandi samningur hans við Evrópumeistarana rennur út 2027. (Le Parisien)
Kenan Yildiz (20) er nálægt því að framlengja við Juventus. (Sky Sports)
Atletico Madrid vill Leon Goretzka (30), miðjumanninn sem verður samningslaus hjá Bayern München í sumar. (Sky Sports)
Fiorentina hefur sett sig í samband við West Ham um möguleg kaup á enska varnarmanninum Kyle Walker-Peters (28) og franska miðjumanninum Soungoutou Magassa (22) frá Hömrunum. (Gazzetta dello Sport)
Jesse Lingard (33) er í viðræðum við ensk og ítölsk félög. Þessi fyrrum miðjumaður Manchester United er án félags eftir að hafa yfirgefið Seúl í desember. (Mail)
River Plate hefur komist að samkomulagi um að fá Kendry Paez (18) lánaðan frá Chelsea. Ekvadorski sóknarmaðurinn var hjá Strasbourg á láni fyrri hluta tímabilsins. (Fabrizio Romano)
AC Milan vill fá inn varnarmann og gæti reynt við rúmenska landsliðsmanninn Radu Dragusin (23) hjá Tottenham. Roma og Napoli hafa einnig áhuga. (Calciomercato)
Norwich hefur gert 7 milljóna punda tilboð í Kasper Högh (25) sem skoraði sigurmark Bodö/Glimt gegn Atletico Madrid í gær. Högh er fyrrum leikmaður Vals en Celtic hefur einnig áhuga á honum. (Mail)
Athugasemdir



