Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   fim 29. janúar 2026 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Hrafn framlengir við ÍA
Mynd: ÍA
Hinn 17 ára gamli Birkir Hrafn Samúelsson hefur framlengt samning sinn við ÍA um þrjú ár eða út 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu Skagamanna á Facebook.

Birkir Hrafn er efnilegur vinstri bakvörður sem lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Kára, venslafélagi ÍA, síðasta sumar.

Hann hefur verið lykilmaður í 2. flokki félagsins síðustu ár og á þá níu landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands.

Það er því mikið fagnaðarefni fyrir Skagamenn að hann skuli framlengja samning sinn við félagið en nýr samningur hans gildir út 2028.
Athugasemdir
banner
banner
banner