Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 6-0 stórsigurinn á Qarabag í kvöld en Arne Slot, stjóri félagsins, var ánægður og hrósaði þeim fyrir frammistöðuna.
Alexis Mac Allister skoraði tvennu og þá lagði Virgil van Dijk upp þrjú mörk.
Liverpool flaug áfram en það kostaði þó enn ein meiðslin er Jeremie Frimpong fór af velli snemma leiks.
„Frábær úrslit og sömuleiðis góð frammistaða, en hún tók frá okkur annan leikmann. Þegar ég sagði í gær eða fyrir tveimur dögum að möguleg ástæða þess að við unnum ensku úrvalsdeildina var sú að við duttum út úr Meistaradeildinni þá meinti ég er að við gátum spilað við besta liðið."
„Við erum með mikið magn af vöðvameiðslum og erum að gera tvöfalt prógram með mörgum leikmönnum sem eru ekki vanir því."
„Hann verður frá í einhvern tíma. Ef þú ert með vandamál og verður að fara meiddur af velli á þennan hátt þá segir það þér eitthvað í leiðinni. Bíðum og sjáum til hvað næstu dagar munu bjóða upp á," sagði Slot.
Hann var ánægður með framlagið frá leikmönnunum en segir að þróunarferli hópsins sé enn í fullum gangi og félagið sé vel meðvitað um þá stöðu.
„Við áttum ekki slæmar fimm, sex eða sjö mínútur. Þannig höfum við verið að gera þetta í öðrum leikjum, en það var ekkert þannig. Við vorum 6-0 yfir og þeir áttu eina skyndisókn en þarna fékk ég loksins að sjá leikmennina mína aftur."
„Ég hef sagt það mörgum sinnum áður að leikmennirnir eru að þróast. Þeir leggja hart að sér að geta spilað á þriggja daga fresti, en ég tók þá af velli til að gefa þeim hvíld fyrir leikinn gegn Newcastle. Þetta er þróunarferli og félagið vissi það þegar við gerðum allar þessar breytingar í sumar," sagði Slot.
Athugasemdir



