Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   fim 29. janúar 2026 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Lokaumferðin fer fram
Lærisveinars Freys fara til Austurríkis
Lærisveinars Freys fara til Austurríkis
Mynd: EPA
Sverrir Ingi og félagar í Panathinaikos mæta Roma
Sverrir Ingi og félagar í Panathinaikos mæta Roma
Mynd: Víkingur
Lokaumferðin í deildarkeppni Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld og þá verður ljóst hvaða lið fara í 16-liða úrslit og hvaða lið þurfa að fara í umspilið.

Aðeins tvö lið hafa gulltryggt sig inn í 16-liða úrslitin en það eru Aston Villa og Lyon.

Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland eru hársbreidd frá því að komast þangað en sigur gegn Dinamo Zagreb mun tryggja það.

Blikinn Alfons Sampsted og hans menn í Go Ahead Eagles mæta Braga í Portúgal. Hákon Arnar Haraldsson og Lille mæta Freiburg en Lille er að berjast um að komast í umspilið. Freiburg getur á meðan tryggt sig beint inn í 16-liða úrslit.

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann heimsækja Sturm Graz. Jafntefli ætti að duga Brann að komast í umspilið.

Sverrir Ingi Ingason og Panathinaikos spila við AS Roma í Aþenu en þeir eru búnir að tryggja sig inn í umspilið.

Daníel Tristan Guðjohnsen og félagar í Malmö heimsækja Gent. Þeir eiga ekki lengur möguleika að komast í umspilið. Nottingham Forest spilar við Ferencvaros frá Ungverjalandi. Forest er komið í umspilið og þá heimsækja Kolbeinn Birgir Finnsson og þeir í Utrecht lið Celtic. Utrecht er úr leik.

Leikir dagsins:
20:00 Porto - Rangers
20:00 Stuttgart - Young Boys
20:00 Sturm - SK Brann
20:00 Go Ahead Eagles - Braga
20:00 Lille - Freiburg
20:00 Panathinaikos - Roma
20:00 Rauða stjarnan - Celta
20:00 Betis - Feyenoord
20:00 Basel - Plzen
20:00 Lyon - PAOK
20:00 Maccabi Tel Aviv - Bologna
20:00 Aston Villa - Salzburg
20:00 Steaua - Fenerbahce
20:00 Genk - Malmö
20:00 Nott. Forest - Ferencvaros
20:00 Ludogorets - Nice
20:00 Midtjylland - Dinamo Zagreb
20:00 Celtic - Utrecht
Athugasemdir
banner
banner