Franski vængmaðurinn Moussa Diaby er að öllum líkindum að snúa aftur í Evrópuboltann eftir að hafa eytt síðustu tveimur árum hjá Al Ittihad í Sádi-Arabíu, en hann er í viðræðum við Inter á Ítalíu.
Diaby sló í gegn með Bayer Leverkusen í Þýskalandi frá 2019 til 2023 áður en hann samdi við Aston Villa.
Frakkinn lék aðeins eitt tímabil með Villa þar sem hann skoraði 10 mörk í 54 leikjum í öllum keppnum og var í kjölfarið seldur til Al Ittihad fyrir 50 milljónir punda.
Ítalska félagið Inter hefur verið sagt í viðræðum um að fá Diaby aftur í Evrópuboltann og hefur Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri félagsins, nú staðfest þær viðræður.
„Ég get staðfest að við erum í viðræðum um að kaupa Moussa Diaby frá Al Ittihad. Í augnablikinu er þetta mjög flókin félagaskipti og alls ekki auðvelt vegna þeirra skilyrða sem fylgja skiptunum" sagði Marotta.
Athugasemdir


