Sæunn Björnsdóttir, leikmaður Þróttar R., hefur framlengt samning sinn við félagið út 2027.
Sæunn er fædd árið 2001 og gekk fyrst í raðir félagsins árið 2022 eftir að hafa áður spilað með Fylki og Haukum.
Á síðasta tímabili lék hún 18 leiki með Þrótturum í Bestu deildinni er liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar með 48 stig, sem er besti árangur í sögu kvennaliðsins.
Hún er ánægð í Laugardalnum og hefur staðfest það með því að framlengja samning sinn út 2027.
„Sæunn Björnsdóttir hefur verið í lykilhlutverki hjá Þrótti undanfarin ár og lék sérstaklega vel á síðasta tímabili þegar Þróttur náði sínum besta árangri í sögunni. Við leggjum áherslu á stöðugleika í leikmannahópi félagsins og trúum því að Sæunn muni sem fyrr leggja sitt af mörkum til að bæta árangur kvennaliðs Þróttar. Forsvarsmenn félagsins fagna því að Sæunn skuli hafa valið að vera áfram í Laugardalnum og við lítum björtum augum á komandi sumar," sagði Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar um Sæunni.
Athugasemdir



