Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   fös 09. apríl 2021 14:14
Elvar Geir Magnússon
Hazard ekki með Real - Pique í hóp hjá Barcelona
El Clasico fer fram annað kvöld klukkan 19:00, viðureign Real Madrid og Barcelona. Það er mikið í húfi en Real Madrid er í þriðja sæti með 63 stig og Barcelona í öðru með 65 stig. Atletico Madrid er á toppnum.

Búið er að tilkynna leikmannahópa beggja liða.

Eden Hazard er enn ekki búinn að jafna sig af meiðslum og er ekki í leikmannahópnum. Það styttist í Hazard en hann er ekki klár. Dani Carvajal og fyrirliðinn Sergio Ramos eru einnig á meiðslalistanum.

Varnarmaðurinn Raphael Varane er ekki með en hann greindist með Covid-19.

Talið er líklegt að Real Madrid stilli upp sama byrjunarliði og vann Liverpool í vikunni: Thibaut Courtois; Lucas Vazquez, Eder Militao, Nacho Fernandez, Ferland Mendy; Toni Kroos, Casemiro, Luka Modric; Marco Asensio, Karim Benzema, Vinicius Junior.

Hjá Barcelona eru Gerard Pique og Sergi Roberto í leikmannahópnum og hafa því báðir jafnað sig af meiðslum. Hnémeiðsli hafa verið að plaga Pique en ekki er víst hvort hann geti spilað heilan leik.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Tekst Íslandi að komast í HM umspilið?
Athugasemdir
banner
banner
banner