Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 09. maí 2021 22:00
Sverrir Örn Einarsson
Þorvaldur Örlygs: Ekki það sem ég vildi og bjóst við
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum leikinn vel fannst mér á móti vindinum og komumst í ágætis stöður og skotsénsa og mér fannst við vera með gott control á leiknum og engin hætta. En svo fáum við þetta víti á okkur sem ég sá ekki nógu vel og það breytir náttúrulega miklu.“
Sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar um sín fyrstu viðbrögð eftir 2 - 0 tap Stjörnunar gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Stjarnan

Fátt hefur verið rætt um annað tengt íslenskum fótbolta þessa vikuna en brotthvarf Rúnars Páls úr þjálfarastöðu Stjörnunar og ástæður þess. Ein ástæða sem nefnd hefur verið er að stjórn Stjörnunar hafi sett þjálfurum Stjörnunar þau tilmæli Sölvi Snær Guðbjargarson ætti ekki að spila frekar þar sem hann á í viðræðum við Breiðablik um að ganga til liðs við þá að tímabilinu loknu. Sölvi kom inná undir lok leiks en fréttaritari spurði Þorvald beint hvort hann hafi fengið tilmæli um að spila Sölva ekki,

„Sölvi spilaði í dag og var síðast, Hann er leikmaður Stjörnunar og vissulega er búið að tala mikið um það að hann rennur út á samningi í haust og staðan er bara skoðuð eins og með alla aðra leikmenn, þeir eru hluti af hóp og við höldum bara áfram með það.“

Fréttaritari spurði því næst hvort ekki væri erfitt fyrir Þorvald að starfa undir þeim umræðum sem eru í þjóðfélaginu um stöðu Sölva?

„Ég hef svo sem ekki tekið eftir öllum ég hef ekki lesið allt. En við höfum svo sem ekki velt því mikið fyrir okkur. Ég held að það sé aðallega fyrir ungan dreng eins og hann sjálfan ég hef meiri áhyggjur af því en hann hefur staðið sig fínt. “

Stjörnumenn voru þrátt fyrir ánægju Þorvaldar með upphaf leiksins slakir í dag. Fannst Þorvaldi að sviptingar vikunar hafi haft áhrif á leikmann fyrir leikinn?

„Ég get ekki svarað því. Mér fannst það ekki mér fannst við byrja vel og góður tónn í leikmönnum. Ég sagði fyrir leik það eru auðvitað tilfinningar og ýmislegt hjá mönnum sem eru búnir að þekkja Rúnar í mörg ár sem stóð sig gríðarlega vel með Stjörnunni. Þetta kom öllum gríðarlega á óvart mér sérstaklega og ekki það sem ég vildi og bjóst við.“

Sagði Þorvaldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Við biðjumst þó velvirðingar á vindhljóði í viðtalinu en talsvert rok var í Keflavík nú í kvöld.
Athugasemdir
banner