Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 09. maí 2021 22:00
Sverrir Örn Einarsson
Þorvaldur Örlygs: Ekki það sem ég vildi og bjóst við
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum leikinn vel fannst mér á móti vindinum og komumst í ágætis stöður og skotsénsa og mér fannst við vera með gott control á leiknum og engin hætta. En svo fáum við þetta víti á okkur sem ég sá ekki nógu vel og það breytir náttúrulega miklu.“
Sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar um sín fyrstu viðbrögð eftir 2 - 0 tap Stjörnunar gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Stjarnan

Fátt hefur verið rætt um annað tengt íslenskum fótbolta þessa vikuna en brotthvarf Rúnars Páls úr þjálfarastöðu Stjörnunar og ástæður þess. Ein ástæða sem nefnd hefur verið er að stjórn Stjörnunar hafi sett þjálfurum Stjörnunar þau tilmæli Sölvi Snær Guðbjargarson ætti ekki að spila frekar þar sem hann á í viðræðum við Breiðablik um að ganga til liðs við þá að tímabilinu loknu. Sölvi kom inná undir lok leiks en fréttaritari spurði Þorvald beint hvort hann hafi fengið tilmæli um að spila Sölva ekki,

„Sölvi spilaði í dag og var síðast, Hann er leikmaður Stjörnunar og vissulega er búið að tala mikið um það að hann rennur út á samningi í haust og staðan er bara skoðuð eins og með alla aðra leikmenn, þeir eru hluti af hóp og við höldum bara áfram með það.“

Fréttaritari spurði því næst hvort ekki væri erfitt fyrir Þorvald að starfa undir þeim umræðum sem eru í þjóðfélaginu um stöðu Sölva?

„Ég hef svo sem ekki tekið eftir öllum ég hef ekki lesið allt. En við höfum svo sem ekki velt því mikið fyrir okkur. Ég held að það sé aðallega fyrir ungan dreng eins og hann sjálfan ég hef meiri áhyggjur af því en hann hefur staðið sig fínt. “

Stjörnumenn voru þrátt fyrir ánægju Þorvaldar með upphaf leiksins slakir í dag. Fannst Þorvaldi að sviptingar vikunar hafi haft áhrif á leikmann fyrir leikinn?

„Ég get ekki svarað því. Mér fannst það ekki mér fannst við byrja vel og góður tónn í leikmönnum. Ég sagði fyrir leik það eru auðvitað tilfinningar og ýmislegt hjá mönnum sem eru búnir að þekkja Rúnar í mörg ár sem stóð sig gríðarlega vel með Stjörnunni. Þetta kom öllum gríðarlega á óvart mér sérstaklega og ekki það sem ég vildi og bjóst við.“

Sagði Þorvaldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Við biðjumst þó velvirðingar á vindhljóði í viðtalinu en talsvert rok var í Keflavík nú í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner