Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   sun 09. maí 2021 22:00
Sverrir Örn Einarsson
Þorvaldur Örlygs: Ekki það sem ég vildi og bjóst við
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum leikinn vel fannst mér á móti vindinum og komumst í ágætis stöður og skotsénsa og mér fannst við vera með gott control á leiknum og engin hætta. En svo fáum við þetta víti á okkur sem ég sá ekki nógu vel og það breytir náttúrulega miklu.“
Sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar um sín fyrstu viðbrögð eftir 2 - 0 tap Stjörnunar gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Stjarnan

Fátt hefur verið rætt um annað tengt íslenskum fótbolta þessa vikuna en brotthvarf Rúnars Páls úr þjálfarastöðu Stjörnunar og ástæður þess. Ein ástæða sem nefnd hefur verið er að stjórn Stjörnunar hafi sett þjálfurum Stjörnunar þau tilmæli Sölvi Snær Guðbjargarson ætti ekki að spila frekar þar sem hann á í viðræðum við Breiðablik um að ganga til liðs við þá að tímabilinu loknu. Sölvi kom inná undir lok leiks en fréttaritari spurði Þorvald beint hvort hann hafi fengið tilmæli um að spila Sölva ekki,

„Sölvi spilaði í dag og var síðast, Hann er leikmaður Stjörnunar og vissulega er búið að tala mikið um það að hann rennur út á samningi í haust og staðan er bara skoðuð eins og með alla aðra leikmenn, þeir eru hluti af hóp og við höldum bara áfram með það.“

Fréttaritari spurði því næst hvort ekki væri erfitt fyrir Þorvald að starfa undir þeim umræðum sem eru í þjóðfélaginu um stöðu Sölva?

„Ég hef svo sem ekki tekið eftir öllum ég hef ekki lesið allt. En við höfum svo sem ekki velt því mikið fyrir okkur. Ég held að það sé aðallega fyrir ungan dreng eins og hann sjálfan ég hef meiri áhyggjur af því en hann hefur staðið sig fínt. “

Stjörnumenn voru þrátt fyrir ánægju Þorvaldar með upphaf leiksins slakir í dag. Fannst Þorvaldi að sviptingar vikunar hafi haft áhrif á leikmann fyrir leikinn?

„Ég get ekki svarað því. Mér fannst það ekki mér fannst við byrja vel og góður tónn í leikmönnum. Ég sagði fyrir leik það eru auðvitað tilfinningar og ýmislegt hjá mönnum sem eru búnir að þekkja Rúnar í mörg ár sem stóð sig gríðarlega vel með Stjörnunni. Þetta kom öllum gríðarlega á óvart mér sérstaklega og ekki það sem ég vildi og bjóst við.“

Sagði Þorvaldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Við biðjumst þó velvirðingar á vindhljóði í viðtalinu en talsvert rok var í Keflavík nú í kvöld.
Athugasemdir
banner