Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 09. júlí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Óvíst með meiðsli Henderson
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, fór meiddur af velli í sigri liðsins á Brighton í gær.

Henderson meiddist eftir samstuð við Yves Bissouma leikmann Brighton.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir ekki ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en Henderson er á leið í frekari rannsóknir.

„Ég veit ekki hvað þetta er nákvæmlega en þetta virðist vera hnéð. Við sjáum til. Við þurfum að láta hann fara í rannsóknir en við vitum að þetta er meira en ekkert," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner