Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. júlí 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spilaði með gula spjaldið í hendinni í Garðabæ
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sandi Putros, danski dómarinn sem dæmdi leik Stjörnunnar og Bohemian í Sambandsdeildinni í gær, varð fyrir því óláni að missa gula spjaldið sitt úr vasanum í miðjum leik í Garðabænum.

Hann tók ekki eftir því að hafa misst spjaldið en leikmaður írska liðsins tók það upp og hélt á því í nokkurn tíma á meðan leik stóð.

„Kómískt atvik áðan þegar dómari leiksins missti gula spjaldið á völlinn án þess að taka eftir því. Áfram gekk leikurinn en Ross Tierney, leikmaður Bohemian, tók svo spjaldið upp og spilaði með það í smá tíma áður en hann fékk færi á að skila því aftur til Putros dómara," sagði í textalýsingu leiksins.

„Væntanlega mínus á Putros í skýrslu eftirlitsmannsins."

Þess má annars geta að Putros dómari hefur áður dæmt hér á Íslandi, það var 2-2 leikur milli Selfoss og Fjarðabyggðar í 1. deildinni sumarið 2015. Þá kom hann hingað í skiptidómaraverkefni.

Leikur Stjörnunnar og Bohemian endaði með 1-1 jafntefli en liðin mætast að nýju í Dublin næsta fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner