Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. júlí 2022 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
Klárt í hverju Steini verður - „Ég verð glæsilegur á morgun"
Icelandair
Steini og Ási á æfingu í dag. Þjálfarar liðsins.
Steini og Ási á æfingu í dag. Þjálfarar liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði frá því á fréttamannafundi að það væri klárt í hverju hann verður á hliðarlínunni á morgun.

Ísland hefur þá leik á EM með leik gegn Belgíu á akademíuvellinum í Manchester.

Steini vildi ekki gefa upp í því hvernig fatnaðurinn verður, það kemur í ljós á morgun.

„Já, það er allt klárt," sagði Þorsteinn.

Aðspurður hvort hann væri ánægður með það, þá sagði hann: „Já, ég verð glæsilegur á morgun."

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner