Man Utd þreifar á leikmönnum Palace - Osimhen bíður eftir tilboði frá Arsenal - Fulham reynir við Smith Rowe
   lau 09. júlí 2022 15:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Munu ræða við Bayern um framhaldið hjá Cessu - „Ekki draumastaða"
Icelandair
Cecilía Rán
Cecilía Rán
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður Scheving
Auður Scheving
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í dag var greint frá því að Cecilía Rán Rúnarsdóttir, einn af markvörðum íslenska kvennalandsliðsins, hefði fingurbrotnað á æfingu liðsins og gæti því ekki tekið þátt í EM. Greint var frá því að Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kæmi inn í hópinn fyrir Cecilíu.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, var spurður út í Cecilíu og Auði á fréttamananfundi á Academy Stadium í Manchester í dag.

„Cecilía meiðist í upphitun, fær laust skot á litla fingur og hann brotnar. Framhaldið hjá henni er ekki ennþá alveg komið í ljós vonandi verður hún bara áfram með okkur. Við eigum eftir að fara yfir það með Bayern Munchen," sagði Steini.

„Það eru allar heilar fyrir utan Cessu og já, ég er búinn að ákveða byrjunarliðið."

Sjá einnig:
Nýjasti EM-farinn: Meistari með strákum og er stjúpdóttir Steina

Voru einhverjir aðrir markmenn en Auður sem komu til greina?

„Auðvitað er það ekki draumastaða að taka markmann inn á þessum forsendum, ekki eitthvað sem maður óskar sér en þetta er bara raunveruleikinn. Auðvitað þurftum við að hugsa og fara yfir það hvaða möguleika við höfðum í stöðunni. Þetta var bara niðurstaðan og við töldum hana besta," bætti Steini við.

Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Belgíu á morgun.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner