Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. júlí 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
Sara fékk soninn til sín - „Erfitt að vera frá honum lengi"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, sagði frá því á fréttamannafundi á dögunum að sonur hennar, Ragnar Frank, hefði fengið að koma upp á hótel landsliðsins á dögunum.

Landsliðið dvelur núna í Crewe þar sem liðið er með aðsetur á meðan Evrópumótinu stendur.

Leikmenn fá að hitta börn sín og fjölskyldu þegar tækifæri gefast á meðan mótinu stendur.

Sara eignaðist sitt fyrsta barn undir lok síðasta árs og hingað er hún komin til Englands til þess að hjálpa íslenska liðinu.

Hún fékk að knúsa litla strákinn sinn á hóteli liðsins á dögunum. „Sonur minn kom á hótelið í Crewe. Ég fékk óvenjulega mikinn tíma með sjálfri mér í Póllandi og Þýskalandi," sagði Sara á fréttamannafundi í dag.

„Það var geggjað, það er æðislegt að KSÍ og Steini hafi skilning fyrir því að ég hafi getað tekið Ragnar með. Ég tók hann ekki með til Póllands og Þýskalands, ég ákvað það. Að fá hann með mér til Englands er æðislegt. Það er erfitt að vera frá honum lengi."

Ísland hefur leik á EM á morgun er liðið mætir Belgíu. Sara mun eflaust leiða liðið út á völlinn í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner