Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   lau 09. júlí 2022 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
Spurð út í Love Island - „Steini, segðu bara satt"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið spurt að því í viðtölum við leikmenn íslenska landsliðsins í gær hvað þær væru að gera í frítíma sínum á meðan liðið væri í Crewe á Englandi í undirbúningi fyrir EM.

Nefndu nokkrar þeirra að þær væru að horfa á bresku raunveruleikaþættina, Love Island, sem eru gríðarlega vinsælir hér í landi sem og annars staðar.

Á fréttamannafundi í dag var Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, spurður að því hvort hann væri að fylgjast með þessum þáttum eins og margir af leikmönnum liðsins.

„Steini, segðu bara satt," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði létt.

„Ég hef ekki horft á Love Island, ég er mjög hreinskilinn með það. Í Þýskalandi fór ég nokkrum sinnum í golf. Ég hef ekki náð því hérna. Maður hefur nóg að gera við að skoða hluti og fara yfir. Svo er EM byrjað og maður horfir á aðra leiki."

Sara segist hafa verið að fylgjast með þáttunum.

„Ég er búin að horfa á einhverja Love Island þætti. En ég er ekki komin eins langt og stelpurnar."

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, svaraði líka. „Nei, ég er ekki að horfa á þetta Gummi," sagði hann léttur.

Íslenska liðið hefur leik á EM á morgun þegar við mætum Belgíu á akademíuvellinum í Manchester.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner