Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 09. júlí 2024 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Myndir: Sex mánaða gamall Yamal fór í myndatöku með Messi
Lionel Messi og sex mánaða gamall Yamal
Lionel Messi og sex mánaða gamall Yamal
Mynd: Af netinu
Lamine Yamal varð yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins er hann gerði stórglæsilegt mark gegn Frökkum í fyrri hálfleik þjóðanna í undanúrslitum EM í kvöld.

Yamal, sem verður 17 ára um helgina, er einhver sá allra efnilegasti í heiminum um þessar mundir.

Erlendir miðlar hafa síðustu daga skrifað um Yamal og framtíð hans, en þeir náðu að grafa upp eftirminnilegt augnablik frá 2007 þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.

Þar sést hann á mynd með argentínska leikmanninum Lionel Messi, sem er að baða Yamal. Myndatakan var hluti af dagatali sem eru seld til styrktar góðgerðasamtaka.

Messi var þarna kominn í stórt hlutverk hjá Börsungum og fór myndatakan fram í Barcelona-borg.

Nú tæpum 17 árum síðar er hann að stela sviðsljósinu á einu stærsta móti heims.


Athugasemdir
banner
banner