Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   þri 09. júlí 2024 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Yamal setti met með sturluðu marki - „Það þarf ekkert að lýsa þessu“
Lamine Yamal og Dani Olmo eru báðir búnir að skora
Lamine Yamal og Dani Olmo eru báðir búnir að skora
Mynd: EPA
Hinn 16 ára gamli Lamine Yamal skoraði stórbrotið jöfnunarmark fyrir Spánverja gegn Frökkum áður en Dani Olmo kom þeim í 2-1, allt þetta á nokkrum mínútum.

Randal Kolo Muani kom Frökkum yfir með góðu skallamarki en Yamal svaraði tólf mínútum síðar.

Yamal fékk boltann rétt fyrir utan teiginn, lagði hann á vinstri og setti hann efst í vinstra hornið í stöng og inn. Þetta var fyrsta mark hans á mótinu og heldur betur mikilvægur tímapunktur til að setja það.

Aftur er gott að minna á að drengurinn er 16 ára gamall að spila á sínu fyrsta stórmóti. Hann er með eitt mark og þrjár stoðsendingar til þessa.

„Það þarf ekkert að lýsa þessu. Það er bara unun að horfa á þetta,“ sagði Ólafur Kristjánsson í lýsingunni á RÚV.

Yamal er yngsti markaskorarri í sögu Evrópumótsins. Enn eitt metið hjá honum.



Nokkrum mínútum síðar kom annað mark Spánverja. Dani Olmo átti skot sem fór af Jules Kounde og í netið. Staðan er 2-1 fyrir Spánverjum.


Athugasemdir
banner