Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mið 09. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn klár í 90 mínútur - Hugsar ekki um markametið
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK, segist vera klár í að spila 90 mínútur í komandi leikjum gegn Frakklandi og Andorra. Kolbeinn spilaði 63 mínútur gegn Moldavíu og 34 gegn Albaníu í síðasta mánuði og skoraði í báðum leikjum. Hann segist vera í ennþá betra formi núna.

„Ég er kominn í þannig stand að ég tel mig geta byrjað báða leiki. Ég tek einn leik í einu. Við erum að hugsa um Frakkana og við metum hvernig þetta fer. Eins og staðan er núna þá er ég í formi og líkaminn er þannig að ég tel mig geta spilað tvo leiki á þetta stuttum tíma," sagði Kolbeinn en Ísland mætir Frökkum á föstudag og Andorra á mánudag.

Kolbeinn er kominn á fulla ferð eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. „Það er alltaf óvissa eftir langa fjarveru og maður veit ekki hvar maður stendur. Ég er hæstánægður með að vera heill, geta spilað og verið byrjaður að skora aftur fyrir landsliðið. Ég er á flottum stað og í uppbyggingu," sagði Kolbeinn.

Kolbeinn hefur á ferli sínum skorað 25 mörk með íslenska landsliðinu og vantar nú einungis eitt mark upp á til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. „Ég er ekkert að hugsa um þetta og vil helst ekki gera það. Við erum að fókusa á leikinn og þetta er aukaatriði sem ég er ekki að hugsa um núna,"

Kolbeinn telur að Ísland eigi fína möguleika gegn heimsmeisturunum á föstudag. „Vonandi náum við fyrsta sigrinum gegn þeim núna. Það er kominn tími á það," sagði Kolbeinn. „Þeir eru með nokkra toppleikmenn í öllum stöðum. Við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að ná í góð úrslit. VIð höfum fulla trú á því. Við þurfum að laga hluti sem fóru ekki vel gegn Albaníu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner