Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mið 09. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn klár í 90 mínútur - Hugsar ekki um markametið
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK, segist vera klár í að spila 90 mínútur í komandi leikjum gegn Frakklandi og Andorra. Kolbeinn spilaði 63 mínútur gegn Moldavíu og 34 gegn Albaníu í síðasta mánuði og skoraði í báðum leikjum. Hann segist vera í ennþá betra formi núna.

„Ég er kominn í þannig stand að ég tel mig geta byrjað báða leiki. Ég tek einn leik í einu. Við erum að hugsa um Frakkana og við metum hvernig þetta fer. Eins og staðan er núna þá er ég í formi og líkaminn er þannig að ég tel mig geta spilað tvo leiki á þetta stuttum tíma," sagði Kolbeinn en Ísland mætir Frökkum á föstudag og Andorra á mánudag.

Kolbeinn er kominn á fulla ferð eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. „Það er alltaf óvissa eftir langa fjarveru og maður veit ekki hvar maður stendur. Ég er hæstánægður með að vera heill, geta spilað og verið byrjaður að skora aftur fyrir landsliðið. Ég er á flottum stað og í uppbyggingu," sagði Kolbeinn.

Kolbeinn hefur á ferli sínum skorað 25 mörk með íslenska landsliðinu og vantar nú einungis eitt mark upp á til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. „Ég er ekkert að hugsa um þetta og vil helst ekki gera það. Við erum að fókusa á leikinn og þetta er aukaatriði sem ég er ekki að hugsa um núna,"

Kolbeinn telur að Ísland eigi fína möguleika gegn heimsmeisturunum á föstudag. „Vonandi náum við fyrsta sigrinum gegn þeim núna. Það er kominn tími á það," sagði Kolbeinn. „Þeir eru með nokkra toppleikmenn í öllum stöðum. Við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að ná í góð úrslit. VIð höfum fulla trú á því. Við þurfum að laga hluti sem fóru ekki vel gegn Albaníu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner