Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. nóvember 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
„Virkar ekki til lengri tíma ef Man Utd ætlar að sækja titilinn"
Scott McTominay
Scott McTominay
Mynd: Getty Images
Fred og Scott McTominay byrjuðu saman aftarlega á miðjunni hjá Manchester United í 3-1 útisigri liðsins gegn Everton á laugardaginn. Í „Vellinum" á Síminn Sport í gær ræddi Bjarni Þór Viðarsson um þessa taktík en hann er ekki hrifinn af því að sjá Manchester United með tvo varnarsinnaða miðjumenn.

„Þeir eru fínir í að vera ákveðinn skjöldur fyrir framan. Þegar þú ert Manchester United þá finnst mér að þú eigir ekki að spila taktík út frá því að þú eigir að verja ákveðna menn. Hann er að spila svona til að verja Victor Lindelof, Wan Bissaka og Luke Shaw," sagði Bjarni.

„Bakverðir Manchester United eru vandamálið finnst mér. Það hjálpar til að vera með svona tvær ryksugur fyrir aftan en ef Manchester United ætlar að sækja titilinn og vera betri þá virkar þetta ekki til lengri tíma,"

Margrét Lára Viðarsdóttir sagði: „Mér finnst Fred vera ótrúlega vaxandi leikmaður. Hlaupagetan og vinnuframlagið hjá báðum þessum leikmönnum er ótrúlega mikið. Það sem þeim vantar báðum er yfirvegun og betri ákvörðunartaka með boltann."

Hér að neðan má sjá umræðuna.




Athugasemdir
banner
banner
banner