Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 09. nóvember 2024 15:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Vinicius Junior með þrennu og Bellingham kominn á blað
Mynd: Getty Images

Real Madrid 4 - 0 Osasuna
1-0 Vinicius Junior ('34 )
2-0 Jude Bellingham ('42 )
3-0 Vinicius Junior ('61 )
4-0 Vinicius Junior ('69 )


Real Madrid er aftur komið á sigurbraut eftir öruggan sigur á Osasuna í dag.

Liðið varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þar sem Rodrygo og Eder Militao þurftu að fara af velli vegna meiðsla.

Þeim tókst að hrista það af sér ogvoru með tveggja marka forystu í hálfleik. Vinicius Junior kom liðinu yfir eftir sendingu frá Jude Bellingham en Bellingham bætti öðru markinu við, hans fyrsta mark á tímabilinu.

Vinicius bætti öðru marki sínu og þriðja marki Real Madrid við eftir hraða skyndisókn eftir langa sendingu frá Andreiy Lunin. Hann fullkomnaði síðan þrennu sína eftir vandræðagang í vörn Osasuna.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 11 2 3 44 17 +27 35
2 Real Madrid 14 10 3 1 30 11 +19 33
3 Atletico Madrid 15 9 5 1 26 8 +18 32
4 Athletic 15 7 5 3 22 14 +8 26
5 Villarreal 14 7 5 2 27 23 +4 26
6 Mallorca 16 7 4 5 16 14 +2 25
7 Osasuna 15 6 5 4 20 23 -3 23
8 Girona 15 6 4 5 22 20 +2 22
9 Real Sociedad 15 6 3 6 13 11 +2 21
10 Betis 15 5 5 5 16 18 -2 20
11 Sevilla 15 5 4 6 14 19 -5 19
12 Celta 15 5 3 7 23 27 -4 18
13 Vallecano 14 4 4 6 14 16 -2 16
14 Leganes 15 3 6 6 14 20 -6 15
15 Las Palmas 15 4 3 8 20 26 -6 15
16 Alaves 15 4 2 9 16 25 -9 14
17 Getafe 15 2 7 6 10 13 -3 13
18 Espanyol 14 4 1 9 15 27 -12 13
19 Valencia 13 2 4 7 13 21 -8 10
20 Valladolid 15 2 3 10 10 32 -22 9
Athugasemdir
banner
banner
banner