Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mán 09. desember 2019 22:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rice: Við erum rusl þessa stundina
„Þetta súmmerar upp fyrstu 16 leiki deildarinnar," sagði Declan Rice, miðjumaður West Ham, eftir 1-3 tap gegn Arsenal í nágrannaslag í kvöld.

West Ham komst yfir en Arsenal jafnaði á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. „Í fyrri hálfleik komumst við yfir og pirruðum þá. Í seinni hálfleik skora þeir tvö mörk á sex mínútum. Við missum af tækifærinu að færa okkur upp töfluna."

„Þetta brýtur mann niður. Við erum rusl þessa stundina. Þegar við fáum á okkur eitt mark verðum við að halda höfðinu uppi. Við hefðum getað komið í veg fyrir þessi mörk, alltaf sömu mistökin."

„Við viljum vinna leiki og gleðja stuðningsmennina. Núna verðum við að standa saman og sigra næstu leiki."


Rice var einnig spurður út Manuel Pellegrini, stjóra West Ham í viðtali við Sky Sports eftir leik.

„Stjórinn er frábær, leikmenn elska hann. Við æfðum vel í vikunni og stundum verður að spyrja að því af hverju við náum ekki að sýna okkar rétta inn á vellinum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
10 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
13 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner