Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 09. desember 2024 23:24
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui: Vorum betri og verðskulduðum sigurinn
Mynd: EPA
Julen Lopetegui þjálfari West Ham svaraði spurningum eftir 2-1 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Starf Lopetegui var talið vera í bráðri hættu fyrir þennan leik og talið að hann yrði rekinn ef West Ham bæri ekki sigur úr býtum.

Lopetegui byrjaði á að tileinka Michail Antonio sigurinn eftir að hann lenti í hryllilegu bílslysi um helgina.

„Við verðskulduðum þessi þrjú stig, við vorum betra liðið í dag. Þeir skoruðu jöfnunarmarkið í eina færinu sem þeir fengu í seinni hálfleik. Við fengum góð færi sem við nýttum ekki. Það mikilvægasta er að hafa náð í þessi stig," sagði Lopetegui.

„Stuðningsmennirnir áttu skilið að sjá sigur, þeir hafa verið mjög duglegir í að styðja við okkur þó að það gangi illa. Við mættum til leiks með sterkt hugarfar í dag og tókst að sigra."

Lopetegui var að lokum spurður út í starfið sitt hjá West Ham og hvort að sigurinn í kvöld hafi bjargað starfinu hans um sinn.

„Ég vil ekki ræða um orðróma. Ég ræði um fótbolta. Ef þið spyrjið mig spurninga um fótbolta þá skal ég svara þeim. Sigur er alltaf jákvæður fyrir mig."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
5 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
6 Chelsea 21 10 7 4 41 26 +15 37
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 21 4 4 13 31 48 -17 16
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner
banner