Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. janúar 2021 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Neil Young: Þeir sýndu okkur mikla virðingu
Neil Young var stoltur af strákunum eftir tapið.
Neil Young var stoltur af strákunum eftir tapið.
Mynd: Getty Images
Neil Young, knattspyrnustjóri utandeildarliðsins Marine, var hress eftir 0-5 tap gegn sterku liði Tottenham Hotspur í enska bikarnum í dag.

Tottenham var fjórum mörkum yfir í leikhlé en heimamenn í Marine gáfust aldrei upp og sýndu fínar rispur.

„Ég er mjög stoltur af strákunum og ég verð að þakka Jose Mourinho og leikmönnum hans fyrir fagmannlega framkomu. Þeir sýndu okkur mikla virðingu í dag. Þeir eru með svo mikil gæði hjá sér að við hlógum bara þegar þeir skiptu ákveðnum leikmönnum inn af bekknum," sagði Young við BBC að leikslokum.

Marine komst ansi langt í bikarnum og fékk að launum að spila við stórlið. Liðinu tókst næstum að skora í dag þegar flott skot hafnaði í slánni.

„Það hefði verið frábært að skora en við áttum ekki möguleika gegn þeim. Það var yndislegt að sjá Tottenham í návígi. Við getum verið mjög stoltir af okkar gengi í bikarnum og við erum gríðarlega þakklátir stuðningsmönnum Tottenham. Þökk sé þeim seldum við 20þúsund miða á leikinn sem er algjör lífsbjörgun á erfiðum tímum.

„Við erum þakklátir fyrir að hafa mætt sterku byrjunarliði Tottenham og það var frábært að fá að hitta Jose í persónu. Jose var mjög vingjarnlegur og hrósaði félaginu og vallaraðstæðum."

Athugasemdir
banner
banner
banner