Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. janúar 2022 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörður Shrewsbury við stuðningsfólk: Eigið að skammast ykkar
Úr leik Liverpool og Shrewsbury í gær.
Úr leik Liverpool og Shrewsbury í gær.
Mynd: EPA
Harry Burgoyne, markvörður Shrewsbury Town, hefur látið nokkra af stuðningsmönnum síns liðs heyra það.

Hópur af stuðningsfólki Shrewsbury söng níðsöngva um þau sem létust í Hillsborough slysinu árið 1989. Alls 96 týndu lífi í troðningi á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í FA-bikarnum en leikið var á hlutlausum velli í Sheffield. Það var stuðningsfólk Liverpool sem lést.

Það er ekki boðlegt að vera syngja níðsöngva um þetta slys og fórnarlömbin. Því lét Burgoyne þessa aðila heyra það.

„Þið eigið að skammast ykkar. Liverpool sýndi okkur ekkert nema virðingu. Hræðilegt, algjörlega hræðilegt. Það á að setja þetta fólk í lífstíðarbann," skrifaði Burgoyne á Twitter.

Shrewsbury, félagið sjálft, hefur þá látið frá sér yfirlýsingu þar sem þessi hegðun hjá litlum hópi stuðningsfólks er fordæmd. Félagið er að rannsaka málið og er að gera það í samstarfi við lögregluna.


Athugasemdir
banner
banner