Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 09. apríl 2024 12:51
Fótbolti.net
20% aukning áhorfenda frá síðasta tímabili
Skagamenn fjölmenntu á leikinn  gegn Val en uppselt var á Hlíðarenda.
Skagamenn fjölmenntu á leikinn gegn Val en uppselt var á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stúkan í leik Fram og Vestra.
Stúkan í leik Fram og Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var afskaplega góð mæting á leikina í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Í fréttatilkynningu frá ÍTF kemur fram að 20% aukning hafi verið frá fyrstu umferð síðasta tímabils.

Áhorfendafjöldinn í umferðinni var samtals 8.659 eða 1.443 að meðaltali á leik sem er vel yfir meðalfjölda áhorfenda í fyrstu umferð efstu deildar karla síðustu 10 ár.

Árið 2015 var metár en þá mættu 10.305 áhorfendur á leikina sex í fyrstu umferð eða 1.717 áhorfendur að meðaltali á leik, fjölmennasti leikurinn þá var leikur KR og FH þar sem 2.558 áhorfendur mættu í Frostaskjólið.

Flestir áhorfendur í 1.umferðinni núna voru á leik Fram og Vestra en áhorfendamet var sett í Úlfarsárdalnum þar sem 1.861 áhorfendur mættu á völlinn. Næst flestir áhorfendur voru á leik Breiðabliks og FH eða 1.823.

Áhorfendafjöldi í fyrstu umferðinni er um 20% meiri heldur en í fyrra þar sem 7.255 áhorfendur mættu á leikina sex og er þetta mjög í takt við það sem er að gerast í öðrum deildum á norðurlöndunum.

„Lofar vissulega góðu varðandi framhaldið og eiga félögin og fjölmiðlar stóran þátt í þessari jákvæðu þróun með gríðarlega mikilli og vandaðri umfjöllun um Bestu deildina," segir í tilkynningu frá ÍTF.
Athugasemdir
banner
banner