Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. júní 2021 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA skipar Úkraínu að breyta treyjunni
Mynd: Google
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að taka mark á kvörtunum Rússa yfir EM treyju úkraínska landsliðsins.

Rússar eru gríðarlega ósáttir með treyju Úkraínu sem þeir telja vera gerða til að ögra sér. Rússland og Úkraína hafa átt í stríði undanfarin ár og brjáluðust Rússar þegar þeir sáu EM treyjuna gulu.

Á treyjunni má sjá útlínur að landsvæði Úkraínu sem inniheldur meðal annars Krímea svæðið sem Rússar telja tilheyra sér. Þá má einnig sjá hvatningarorð á treyju Úkraínu sem rússneskir þingmenn óttast að hljómii of mikið eins og nasistaleg orðræða.

Á treyju Úkraínu stendur meðal annars 'Glory to Ukraine' og 'Glory to the heroes'. Það seinna er slagorð úr úkraínska hernum og hefur verið bendlað við nasismahreyfinguna sem er ansi sterk í Úkraínu.

UEFA neitaði að aðhafast eitthvað í málinu í fyrstu en eftir að Rússar sendu inn formlega kvörtun ákvað knattspyrnusambandið að skera sig inn í leikinn.

UEFA hefur því skipað Úkraínu að fjarlægja 'Glory to the heroes' slagorðið af treyjunni, en tekið er fram að sambandið hefur ekkert að setja út á neitt annað á treyjunni.

„Þessi samsetning af þessum tveimur slagorðum er augljóslega pólitísk þar sem þau hafa bæði sögulega og hernaðarlega merkingu," segir meðal annars í yfirlýsingu frá UEFA.

Sjá einnig:
Landsliðstreyja Úkraínu vekur reiði í Rússlandi
Rússland sendi inn formlega kvörtun vegna treyju Úkraínu
Athugasemdir
banner
banner