Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 10. júní 2023 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danir ætla að spila aftur í flottustu treyju allra tíma
Danska landsliðið fagnar marki.
Danska landsliðið fagnar marki.
Mynd: EPA
Til þess að fagna 100 ára afmæli sínu ætlar íþróttavöruframleiðandinn Hummel gefa aftur út gamla landsliðstreyju Danmerkur.

Treyjan er frá 1986 en hún þykir gríðarlega flott og var hún valin flottasta fótboltatreyja sögunnar af tímaritinu FourFourTwo á síðasta ári.

Hún var í efsta sæti á þeim lista á undan treyjum frá Vestur-Þýskalandi, Newcastle, Arsenal og Borussia Dortmund.

„Treyjan frá '86 er mjög sérstök og hefur verið kosin sú besta mörgum sinnum," segir Peter Møller, yfirmaður fótboltamála hjá danska fótboltasambandinu.

Hummel og dönsku landsliðin eru í miklu samstarfi en landsliðið ætlar að spila í treyjunni gegn Norður-Írlandi til að fagna 100 ára afmæli Hummel.


Athugasemdir
banner
banner