Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   mán 10. júní 2024 22:25
Elvar Geir Magnússon
Kristian Hlyns: Holland getur farið alla leið á EM
Icelandair
Kristian í leiknum í kvöld.
Kristian í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Hlynsson, leikmaður Ajax, kom inn sem varamaður seint í landsleiknum gegn Hollandi í kvöld. Hann telur að hollenska landsliðið sé líklegt til afreka á EM í sumar.

Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Þeir eru mjög sterkir. Varnarlínan er mjög þétt og svo geta þeir skorað mörk. Ég held að þeir geti komist mjög langt," segir Kristian.

Þessi ungi fótboltamaður var ánægður með að fá nokkrar mínútur.

„Það var mjög gaman. Mér fannst kominn tími á að ég myndi spila smá. Það var mjög gaman að komast inn á völlinn."

Nú tekur við frí hjá honum áður en undirbúningstímabilið fer af stað. Í hvað á að nýta fríið?

„Bara slaka á og fara á ströndina."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner