
Kristian Hlynsson, leikmaður Ajax, kom inn sem varamaður seint í landsleiknum gegn Hollandi í kvöld. Hann telur að hollenska landsliðið sé líklegt til afreka á EM í sumar.
Lestu um leikinn: Holland 4 - 0 Ísland
„Þeir eru mjög sterkir. Varnarlínan er mjög þétt og svo geta þeir skorað mörk. Ég held að þeir geti komist mjög langt," segir Kristian.
Þessi ungi fótboltamaður var ánægður með að fá nokkrar mínútur.
„Það var mjög gaman. Mér fannst kominn tími á að ég myndi spila smá. Það var mjög gaman að komast inn á völlinn."
Nú tekur við frí hjá honum áður en undirbúningstímabilið fer af stað. Í hvað á að nýta fríið?
„Bara slaka á og fara á ströndina."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir