Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. ágúst 2022 23:59
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu leikaraskapinn: Sneri sér í tíu hringi á tuttugu sekúndum
Mynd: Dirty Tackle

Það átti ansi skrautlegt atvik sér stað í næstefstu deild í Malasíu þar sem Sunday Afolabi, leikmaður Perak FC, reyndi að fiska andstæðing sinn af velli með ótrúlegum leikaraskap.


Boltinn var ekki í leik og tók Afolabi upp á því að taka nokkur dansspor meðan leikmenn undirbjuggu sig fyrir hornspyrnu.

Þessi dansspor féllu ekki alltof vel í kramið hjá andstæðingunum, og líklega ekki samherjunum heldur, og enduðu á því að Afolabi lenti á andstæðingi og datt í grasið. Andstæðingurinn virtist þó labba viljandi fyrir dansspor söguhetjunnar og setti jafnvel út fótinn til að reyna að fella okkar mann. 

Afolabi ætlaði að gera sér mat úr þessu og byrjaði að rúlla um markteiginn. Hann tók tíu hringi í grasinu á tuttugu sekúndum og hætti ekki að rúlla sér fyrr en þrír andstæðingar umkringdu hann.

Sjón er sögu ríkari og má sjá atvikið skrautlega hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner