Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 10. september 2020 11:10
Elvar Geir Magnússon
Rabbi spáir framlengingu í Kópavogi: Tvö af bestu liðum landsins mætast
Breiðablik - KR klukkan 19:15
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Hulda Margrét
Rafn Markús Vilbergsson.
Rafn Markús Vilbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
8-liða úrslitin í Mjólkurbikar karla klárast í dag með þremur leikjum. ÍBV er komið í undanúrslit en það skýrist í dag hvað lið fylgja þeim áfram.

Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolti.net rýnir í leiki dagsins. Nú skoðar hann stórleik Breiðabliks og KR.

Sjá einnig:
Rabbi rýnir í FH - Stjarnan

Fyrri viðureignir í bikar: Þetta er 11. leikur félagana í bikarkeppni KSÍ. KR hefur unnið sjö og Breiðablik tvo, einn endaði með 1-1 jafntefli í leik sem þurfti að endurtaka árið 1976. Breiðablik vann síðasta bikarleik félagana 1-0 árið 2018 í undanúrslitum á Kópavogsvelli með marki frá Oliver Sigurjónssyni.

Við hverju má búast? Þarna mætast tvö af betri liðum landsins. Breiðablik hefur verið á mikilli siglingu í síðustu deildarleikjum og hafa unnið síðustu fjóra leiki eftir slakt tímabil um miðjan júlí. Gengi KR hefur reyndar ekki verið eins gott að undanförnu en eftir erfiðan ágústmánuð þá náði KR öruggum sigri gegn ÍA á lokadögum mánaðarins. Bæði lið hafa á að skipa frábærum leikmönnum sem geta unnið leiki upp á sitt eindæmi. Hugmyndafræði þjálfarana er ólík sem gerir leikinn enn skemmtilegri. KR mun klárlega sakna Pablo Punyed sem er í leikbanni sem gæti orðið dýrt fyrir KR.

Gaman að fylgjast með? Það er alltaf gaman að fylgjast með Óskari Erni Haukssyni, frábær leikmaður sem er stanslaus höfuðverkur fyrir varnarmenn. Óskar er mjög mikilvægur fyrir gott gengi KR.

Hvernig fer leikurinn? Tvö af bestu liðum landsins mætast. Þrátt fyrir að Breiðablik sé að spila gegn Íslandsmeisturum KR þá er pressan á Óskari Hrafni, þar sem krafa er að liðið bjóði bæði upp á góðan fótbolta og nái á sama tíma árangri. Breiðablik er með mjög skemmtilegt lið, eitt mest spennandi lið landsins, þar sem hugmyndafræðin er skýr og liðið er sókndjarft og skorað mikið af mörkum i sumar. Danski framherjinn hefur komið að fjölda marka liðsins í sumar. Líklegt er að Breiðablik mun vera mikið með boltann og lykilatriði fyrir KR er að spila agaðan vararleik, loka vel á hættulegustu leikmenn Blika. Þetta er stór­leik­ur þar sem ég tel að dags­formið og heppni muni ráða miklu hvernig fer. Spái 2-1 sigri Breiðablik í framlengdum leik.

Mjólkurbikar karla í dag: 8-liða úrslit
16:30 FH - Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik - KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur - HK (Origo völlurinn)
Athugasemdir
banner