Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 10. október 2017 13:05
Magnús Már Einarsson
Óli Palli í viðræðum við Fjölni
Óli Palli í leik með Fjölni í fyrra.
Óli Palli í leik með Fjölni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Páll Snorrason er í viðræðum við Fjölni um að taka við þjálfun liðsins í Pepsi-deild karla. Þetta hefur Fótbolti.net eftir öruggum heimildum.

Fjölnismenn eru að leita að nýjum þjálfara eftir að Ágúst Gylfason tók við Breiðabliki í síðustu viku. Ágúst hafði stýrt Fjölni í sex tímabil í röð.

Hinn 35 ára gamli Ólafur Páll er uppalinn hjá Fjölni en árin 2015 og 2016 var hann spilandi aðstoðarþjálfari hjá liðinu.

Síðastliðið haust fór Ólafur Páll til FH í stöðu aðstoðarþjálfara. Hann lék áður með FH frá 2005 til 2014 með stuttum hléum.

Ólafur Páll ákvað að hætta sem aðstoðarþjálfari FH eftir að Heimir Guðjónsson var rekinn frá félaginu fyrir helgi.

Líklegt þykir að Ólafur Páll taki nú við Fjölni og stýri liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner