Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mið 10. október 2018 10:53
Elvar Geir Magnússon
Guingamp
Emil ekki með á morgun - Sverrir, Hörður og Rúrik tæpir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Frakklandi í Guingamp annað kvöld.

Emil er að glíma við meiðsli í hné en vonast til að vera klár í leikinn gegn Sviss á mánudag.

Erik Hamren opinberaði á fréttamannafundi í Guingamp í dag að Emil yrði ekki með og þá væru Hörður Björgvin Magnússon og Rúrik Gíslason tæpir en þeir eru að glíma við meiðsli.

Sverrir Ingi Ingason æfði ekki í dag vegna veikinda og óvissa er með hans þátttöku á morgun.

„Sverrir var veikur í morgun og við sjáum til með hann. Emil er ekki leikfær á morgun og þá er spurning með Hörð og Rúrik," sagði Hamren á fréttamannafundinum.

Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Emil í dag.
Emil Hallfreðs: Getum vonandi þaggað niður í ákveðnu liði
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner