Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   sun 10. nóvember 2024 14:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Atalanta jafnaði Napoli að stigum á toppi deildarinnar

Atalanta jafnaði Napoli að stigum á toppi deildarinnar þegar liðið vann Udinese í dag en Napoli á leik til góða gegn Inter í kvöld.

Udinese komst yfir í uppbótatíma í fyrri hálfleik þegar Hassane Kamara skoraði með frábæru skoti fyrir utan vítateiginn.

Mario Pasalic jafnaði metin eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik og stuttu síðar náði Atalanta forystunni en það var Isaak Toure sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann var að reyna koma í veg fyrir fyrirgjöf.

Þetta var sjötti sigur Atalanta í röð í deildinni en Udinese heefur tapað þremur leikjum í röð.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
10 Udinese 19 7 4 8 20 30 -10 25
11 Cremonese 19 6 6 7 20 22 -2 24
12 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
13 Torino 19 6 5 8 21 30 -9 23
14 Cagliari 19 4 6 9 20 27 -7 18
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner