Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 10. desember 2023 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Callum Wilson: Einum leik of mikið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Callum Wilson kom inn af bekknum og lagði upp í 4-1 tapi Newcastle United á útivelli gegn Tottenham Hotspur.

Wilson var svekktur að leikslokum og sagði að hægt væri að skrifa tapið á þreytu leikmanna sem hafa verið að spila mikið af krefjandi leikjum á stuttum tíma.

„Strákarnir sem hafa byrjað síðustu fimm eða sex leiki í röð eru örmagna. Það er verið að biðja þá um mjög mikið með þessu leikjaálagi. Í dag spiluðum við gegn liði í háum gæðaflokki og mér leið eins og þetta væri einum leik of mikið," sagði Wilson eftir tapið.

„Við vorum ekki nógu góðir í þessum leik og þurfum strax að demba okkur í undirbúning fyrir mikilvægan leik í miðri viku. Við höfum engar afsakanir og þurfum að bæta upp fyrir þessa frammistöðu í næsta leik."

Wilson var að lokum spurður út í rifrildi sín við Guglielmo Vicario, markvörð Tottenham, en þeir rifust eftir lokaflautið.

„Mér fannst hann ekki haga sér með sæmd í sigrinum. Ég sagði honum mína skoðun. Við erum fullorðnir menn og höldum áfram með lífið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner