
Markvörðurinn Katelin Talbert hefur verið að gera góða hluti frá því hún yfirgaf FH eftir tímabilið 2021.
Talbert, sem er frá Bandaríkjunum, átti mjög gott tímabil fyrir FH sem barðist um það að komast upp í Lengjudeildina en rétt missti af því.
Að tímabilinu loknu fór hún til West Ham á Englandi, en henni tókst ekki að fá atvinnuleyfi þar út af Brexit-reglum. Hún fór í kjölfarið til Benfica í Portúgal.
Hún er búin að vinna sér inn sæti sem aðalmarkvörður Benfica og hefur verið einn besti markvörður portúgölsku úrvalsdeildarinnar.
Núna segir fjölmiðlakonan Bella Valeriano Munson frá því að stór félög séu að horfa til hennar, þar á meðal spænska úrvalsdeildarfélagið Real Madrid. Angel City í bandarísku deildinni hefur einnig sýnt henni áhuga. Það verður áhugavert að sjá hvernig mál hennar þróast.
Athugasemdir