Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
banner
   sun 11. janúar 2026 13:00
Kári Snorrason
Salah: Langar í þennan titil meira en nokkurn annan
Salah hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum Egyptalands í Afríkukepninni.
Salah hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum Egyptalands í Afríkukepninni.
Mynd: EPA
Mohamed Salah var á skotskónum í gær er Egyptaland tryggði sér sæti í undanúrslitum í Afríkukeppninni eftir sigur á Fílabeinsströndinni, ríkjandi Afríkumeisturum.

Salah sagði eftir leik í gær Afríkukeppnina vera titilinn sem vantar í safnið.

„Ég myndi ekki segja að við séum líklegir til að vinna mótið. Hin þrjú liðin í undanúrslitum eru með leikmenn víðs vegar að úr Evrópu, á meðan flestir okkar leikmanna spila í heimadeildinni.“

„Mig langar til að vinna þennan titil meira en nokkurn annan. Ég hef unnið allt nema þessa keppni, en það hjálpar ekki að setja pressu á samherjana. Ég vil bera þá pressu.“

Salah hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í fimm leikjum mótsins. Egyptaland mætir Senegal næstkomandi miðvikudag í undanúrslitum. Liðin mættust í úrslitaleik Afríkukeppninnar 2022, þar sem Senegal hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner