Abdoulaye Doucoure, miðjumaður Everton, segir að Frank Lampard hafi verið ósanngjarn við sig á meðan hann var stjóri liðsins.
Doucoure gekk í raðir Everton og spilaði undir stjórn Lampard hjá félaginu. Lampard tók við Everton í janúar 2022 og var í minna en ár í starfi.
Doucoure gekk í raðir Everton og spilaði undir stjórn Lampard hjá félaginu. Lampard tók við Everton í janúar 2022 og var í minna en ár í starfi.
Doucoure var ekki í uppáhaldi hjá Lampard og var látinn æfa með U21 liði félagsins áður en Lampard var látinn fara.
„Mér fannst ekki vera sanngjarn við mig," sagði Doucoure um Lampard.
„Það voru engin samskipti á milli okkar. Ég fór aldrei og spurði af hverju ég væri ekki að spila. Og svo var mér sagt að æfa með U21 liðinu en sem betur fer entist það ekki lengi."
Doucoure er enn á mála hjá Everton og hefur verið í stærra hlutverki eftir að Lampard var látinn fara.
Athugasemdir