Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   þri 11. mars 2025 00:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd ætlar að byggja nýjan 100 þúsund sæta leikvang
Old Trafford
Old Trafford
Mynd: EPA
Manchester United hefur verið að meta möguleika fyrir framtíð Old Trafford frá því að Sir Jim Ratcliffe keypti hlut í félaginu. Fyrr á þessu ári skilaði tilnefndur starfshópur skýrslu sína um hagkvæmni þess að annað hvort lagfæra Old Trafford eða byggja nýjan leikvang.

Samkvæmt heimildum The Athletic mun félagið tilkynna áform á morgun um að byggja nýjan 100 þúsund sæta leikvang. Framkvæmdirnar munu kosta félagið um tvo milljarða punda.

Sir Jim Ratcliffe var í viðtali hjá Gary Neville í dag en Neville spurði Ratcliffe hvort félagið fari í endurbætur á leikvanginum.

„Það er klárlega möguleiki. Ef þú lítur svo á að þetta sé besta félag í heimi, þá ætti það að vera leikvangur sem hæfir besta félagi í heimi og líka völlur sem hæfir bestu deild í heimi því úrvalsdeildin er besta deild í heimi," sagði Ratcliffe.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner