Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 11. apríl 2024 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Frosti Brynjólfsson.
Frosti Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar hér marki gegn Afríku.
Fagnar hér marki gegn Afríku.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Frosti Brynjólfsson, leikmaður Hauka, var valinn besti leikmaður 1. umferðar Mjólkurbikars karla og fær hann að launum verðlaun frá Mjólkursamsölunni.

Frosti skoraði sjö mörk þegar Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu 20-0 sigur gegn Afríku.

„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Frosti í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hvernig var að spila þennan ótrúlega leik?

„Þetta var bara mjög áhugavert. Við vissum að þetta yrði kannski ekki eins og leikirnir sem við munum spila í 2. deildinni í sumar. Við reyndum samt sem áður bara að undirbúa okkur eins og við værum að fara í þannig leik. Við mættum allir klárir, tókum alvöru upphitun og vorum með fókus."

Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður gerir sjö mörk í leik, en þarna gerðist það.

„Þetta er fyrsta sjöan á ferlinum en það er spurning hvort það komi önnur í sumar," sagði Frosti léttur.

Frosti er öflugur kantmaður sem gekk í raðir Hauka í vetur eftir að hafa hjálpað Fylki að komast upp í Bestu deildina. Hann spilaði svo með Fylki í efstu deild á síðustu leiktíð en markmiðið í sumar er að hjálpa Haukum að komast loksins upp úr 2. deild.

„Ég ætla að hjálpa Haukum að komast upp í Lengjudeildina. Haukar eru búnir að vera alltof lengi í 2. deild," sagði Frosti.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner