Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   fim 11. apríl 2024 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Frosti Brynjólfsson.
Frosti Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar hér marki gegn Afríku.
Fagnar hér marki gegn Afríku.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Frosti Brynjólfsson, leikmaður Hauka, var valinn besti leikmaður 1. umferðar Mjólkurbikars karla og fær hann að launum verðlaun frá Mjólkursamsölunni.

Frosti skoraði sjö mörk þegar Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu 20-0 sigur gegn Afríku.

„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Frosti í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hvernig var að spila þennan ótrúlega leik?

„Þetta var bara mjög áhugavert. Við vissum að þetta yrði kannski ekki eins og leikirnir sem við munum spila í 2. deildinni í sumar. Við reyndum samt sem áður bara að undirbúa okkur eins og við værum að fara í þannig leik. Við mættum allir klárir, tókum alvöru upphitun og vorum með fókus."

Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður gerir sjö mörk í leik, en þarna gerðist það.

„Þetta er fyrsta sjöan á ferlinum en það er spurning hvort það komi önnur í sumar," sagði Frosti léttur.

Frosti er öflugur kantmaður sem gekk í raðir Hauka í vetur eftir að hafa hjálpað Fylki að komast upp í Bestu deildina. Hann spilaði svo með Fylki í efstu deild á síðustu leiktíð en markmiðið í sumar er að hjálpa Haukum að komast loksins upp úr 2. deild.

„Ég ætla að hjálpa Haukum að komast upp í Lengjudeildina. Haukar eru búnir að vera alltof lengi í 2. deild," sagði Frosti.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner