Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
banner
   fim 11. apríl 2024 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Frosti Brynjólfsson.
Frosti Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar hér marki gegn Afríku.
Fagnar hér marki gegn Afríku.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Frosti Brynjólfsson, leikmaður Hauka, var valinn besti leikmaður 1. umferðar Mjólkurbikars karla og fær hann að launum verðlaun frá Mjólkursamsölunni.

Frosti skoraði sjö mörk þegar Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu 20-0 sigur gegn Afríku.

„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Frosti í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hvernig var að spila þennan ótrúlega leik?

„Þetta var bara mjög áhugavert. Við vissum að þetta yrði kannski ekki eins og leikirnir sem við munum spila í 2. deildinni í sumar. Við reyndum samt sem áður bara að undirbúa okkur eins og við værum að fara í þannig leik. Við mættum allir klárir, tókum alvöru upphitun og vorum með fókus."

Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður gerir sjö mörk í leik, en þarna gerðist það.

„Þetta er fyrsta sjöan á ferlinum en það er spurning hvort það komi önnur í sumar," sagði Frosti léttur.

Frosti er öflugur kantmaður sem gekk í raðir Hauka í vetur eftir að hafa hjálpað Fylki að komast upp í Bestu deildina. Hann spilaði svo með Fylki í efstu deild á síðustu leiktíð en markmiðið í sumar er að hjálpa Haukum að komast loksins upp úr 2. deild.

„Ég ætla að hjálpa Haukum að komast upp í Lengjudeildina. Haukar eru búnir að vera alltof lengi í 2. deild," sagði Frosti.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner