Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   mið 11. maí 2022 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: KR gerði góða ferð til Eyja
KR tók þrjú stig gegn ÍBV.
KR tók þrjú stig gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 2 KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson ('3 )
1-1 Kristinn Jónsson ('29 , sjálfsmark)
1-2 Kennie Knak Chopart ('42 )
Lestu um leikinn

KR gerði góða ferð til Vestmannaeyja í dag og náði í sinn annan sigur í Bestu deildinni. ÍBV er enn án sigurs.

Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir heimamenn því Ægir Jarl Jónasson kom KR yfir eftir þriggja mínútna leik. „Þetta var ekki lengi gert, ég ætlaði að fara rita að KR-ingar litu betur út hér í byrjun leiks og þá kemur fyrsta markið. Ægir Jarl afgreiðir þennan með snyrtilegu skoti í fjærhornið," skrifaði Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

ÍBV svaraði ágætlega en náði ekki að skapa sér mörg marktækifæri. Þeir náðu þó að jafna þegar bakvörðurinn Kristinn Jónsson skallaði boltann í eigið net eftir um hálftíma leik.

Gestirnir í KR náðu fínum kafla undir lok fyrri hálfleiks og þeim tókst að komast aftur yfir áður en flautað var til hálfleiks. Kennie Chopart fékk boltann í teignum og afgreiddi hann snyrtilega í netið.

Eyjamenn náðu ekki að skapa sér mörg góð færi til að jafna. Í uppbótartímanum kom líklega þeirra besta færi er Guðjón Pétur Lýðsson fann Andra Rúnar Bjarnason en sóknarmanninum tókst ekki að hitta markið.

Lokatölur 1-2 fyrir KR sem er núna með sjö stig eftir fimm leiki. ÍBV er í tíunda sæti með tvö stig og bíður enn eftir fyrsta sigurleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner