Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 11. maí 2025 18:20
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Víkings og FH: Pálmi Rafn í marki heimamanna
Markvörðurinn Pálmi Rafn Aðalbjörnsson.
Markvörðurinn Pálmi Rafn Aðalbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöttu umferð Bestu deildarinnar lýkur með leik Víkings og FH sem hefst klukkan 19:15. Hér að neðan má sjá byrjunarliðin.

Sölvi Haraldsson verður okkar maður í Fossvoginum í kvöld og hann stýrir beinni textalýsingu frá leiknum

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 FH

Víkingar unnu 3-2 sigur gegn Fram í síðustu umferð. Sölvi Geir Ottesen gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá þeim leik.

Pálmi Rafn Aðalbjörnsson er í markinu. Ingvar Jónsson fór meiddur af velli gegn Fram og vonaðist til að verða klár í þennan leik en hefur greinilega tapað því kapphlaupi.

Gunnar Vatnhamar kemur inn í liðið á ný en hann var á fæðingadeildinni í síðasta leik. Þá kemur Daníel Hafsteinsson inn í byrjunarliðið. Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson setjast á bekkinn.

Þá er Valdimar Þór Ingimundarson mættur aftur í leikmannahóp Víkings og byrjar á bekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi móts.

FH vann 3-0 sigur gegn Val í síðustu umferð. Heimir Guðjónsson var ánægður með sína menn þar og teflir fram óbreyttu byrjunarliði.

Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
20. Tarik Ibrahimagic
23. Nikolaj Hansen
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson

Byrjunarlið FH:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Tómas Orri Róbertsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
37. Baldur Kári Helgason
45. Kristján Flóki Finnbogason
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 4 1 1 13 - 5 +8 13
2.    Vestri 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
3.    Breiðablik 6 4 1 1 11 - 8 +3 13
4.    KR 6 2 4 0 19 - 11 +8 10
5.    Valur 6 2 3 1 14 - 10 +4 9
6.    Stjarnan 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
7.    Afturelding 6 2 1 3 4 - 7 -3 7
8.    ÍBV 6 2 1 3 7 - 11 -4 7
9.    Fram 6 2 0 4 10 - 11 -1 6
10.    ÍA 6 2 0 4 6 - 15 -9 6
11.    FH 6 1 1 4 9 - 11 -2 4
12.    KA 6 1 1 4 6 - 15 -9 4
Athugasemdir
banner
banner